Thursday, July 21, 2005

Kræklingur

Móðir mín er hrifin af kræklingi. Einu sinni bauð hún mér í bústað á Snæfellsnes og gaf mér þennan fjanda í matinn. Nú er svo komið að konan og maðurinn hennar skelltu sér aftur á Nesið, þar fjölmenntu Biggís og talið barst að kræklingnum. Mamma hafði þá fyrr um daginn hringt í alla líffræði vini sína og aðra fróða menn til þess að athuga hvort það væri öruggt að kræklingur sé eitraður í mai, júní, júlí og ágúst. Þessi sorgarfregn var staðfest og mamma át engan krækling. Það sem verra er að ef maður étur skemmdan krækling þá getur það valdið málstoli. Uppfrá því spratt drep fyndin brandri sem einungis er hægt að segja við málglatt og leiðinlegt fólk í ofantöldum mánuðum. Hann er svona:

Leiðinlega manneskjan talar: "blablablabla"
Fyndna manneskjan: "æi góða fáðu þér krækling"

Tuesday, July 12, 2005

Snoop Dogg!

Á dauða mínum átti ég von, en að ég myndi fara að skrifa um rappara og tónlist yfir höfuð hefði mér aldrei grunað. Núna stenst ég þó ekki mátið. ”Dýrðlingurinn” Snoop Dogg mætir á klakann á Sunnudaginn og skemmtir ungum íslendingum með tónlist sinni og textum. Landsbankinn styrkir komu kappanns til landsins og unglingarnir munu streyma að. Verið er að gefa starfsmönnum unglingavinnunnar miða á þennan menningarviðburð og munu fjölmiðlar keppast um að sýna manninum athygli.

Má ég minna á að Snoop Dogg á klámmyndafyrirtæki, hann talar með melludólgum, kvennfyrirlitningu og dópi í textum sínum. Snoop Dogg hefur verið bendlaður við morð og ráðleggur karlpeningnum að borga konum til að þeigja ef þeir fá ekki ÖLLU sínu framgengt við þær.
Hinn heimsfrægi rappari sendir s.s frá sér alveg dásamleg skilaboð til ungukynslóðarinnar, kvenna og karla um allan heim.

Getur það verið að það kippi sér engin upp við komu Snoop Dogg til landsins? Hvar í ósköpunum eru foreldrar starfsmanna unglingarvinnunnar í dag? Hvað í fjandanum var Landsbankinn að hugsa og hver fékk þá flugu í hausinn að flytja þennann mann til landsins svo hann gæti innprenntað sora í landann?
Ég á ekki til orð yfir Íslendingum. Hvert stefnum við? Ef enginn ætlar að láta skoðanir sínar í ljós, mótmæla og slá hnefunum í borðið verður Ísland orðið að rauða hverfi Evrópu eftir nokkur ár. Ég tárast.

Sunday, July 10, 2005

ohh my god!!!

Nú segi ég skilið við áfengi í bili. Grenjaði í Sigfúsi Sigurðssyni yfir því að hann vildi ekki giftast mér. Drakk. Málræpa. Drakk. Vakti upp allt húsið hennar Þóru systur, hún vill meina að ég hafi verið að sparka í útidyrahurðina. Ég man bara til þess að hafa dinglað nokkru sinnum. Sofnaði klukkan 4 í rúmmi inní herbergi. Vaknaði klukkan 8 í sófa inní stofu. Hljóp í vinnuna og verð hér til klukkan 23.30 í kvöld.... SHITT!